
Já nú erum við farnir að spila nýtt spil svona til að hvíla Catan aðeins. Við erum búnir að prófa tvö spil eins og glögglega má sjá á stigatöflunni. Fyrsta spilið var prufuspil og vorum við 4. Rúnar vann en það verður víst ekki tekið með í stigatöflu. Næsta spil var svo hérna í SigFreylandi og vann Freysinn á heimavelli. Þetta er bara ljómandi gott spil og kærkomin hvíld frá Catan. Hér er ekki heppni heldur kænska sem ræður þannig að nú eru meiri líkur á að sigra hinn ógurlega Vígafúsa! Vonandi tekst að smala saman í 5 manna Puerto sem fyrst....hmmm t.d. í kvöld?