Saturday, May 26, 2007

 

Jói hinn illi


Að kvöldi 25. maí hittust 5 sprækir Catan spilarar og kepptust um 5 manna krúnuna. Þáverandi 5 manna meistari Ólafur Helgi mætti á svæðið, gestgjafinn Freysi var að sjálfsögðu þar líka, Jói, Abbi og núverandi 6 manna meistari, Eiki kóngur. Óli spilaði út nýju reglunni og valdi að fá 6 í upphafskastinu en það var Eiki sem að byrjaði spilið. Þar sem að við vorum bara 5 við spilið þá ákváðum við að maður mætti bara kaupa borgir, byggja riddara, o.s.frv. þegar maður á sjálfur að kasta. Eftir fyrstu umferðina misstu bæði Óli og Eiki borgirnar sínar og það var vont. Næst þegar að skipið sigldi í höfn misstu Freysi og Abbi borgir en Jói hin illi stóð uppi með tvær borgir. Þetta mikla borgarhrun skýrist af því að kornið kom ekki mikið upp í byrjun spilsins. Þegar leið á spilið byrjaði Abbi á að sigla út í eyju, sama gerði Eiki og þegar leið á spilið þá náði Freysi þeim áfanga líka. Undirritaður gerði ítrekaðar tilraunir til að endurreisa borg á eyjunni en þar sem að aðrir spilarar hentu jafnharðan upp óvernduðum borgum þá kom það alltaf í minn hlut að henda borginni minni í ruslið. 4 tilraunir, 4 ónýtar borgir. Freysi var duglegur að benda á að aðrir spilarar voru með sigurstöðu í spilunum, en hann var sjálfur í fínni stöðu. Hann hamaðist vel og lengi á Jóa, kom riddaranum vel fyrir á borgarreitunum hans og reyndi allt hvað hann gat til að brjóta hann niður. Abbi komst fljótlega upp í tveggja stafa tölu og Eiki var klárlega með mesta landsvæðið undir sinni stjórn. En eftir að þristurinn kom upp tvisvar sinnum á stuttum tíma þá stækkaði blævængurinn hans Jóa allsvakalega. Mótspilarar hans voru nefnilega búnir að pilla af honum góðar tölur og láta hann fá þrista í staðinn. Freysalingurinn fékk því næst að ráða kastinu hans Jóa og valdi 7 öllum til mikillar undrunar. Jói henti gífurlegu magni af spilum en hélt nógu mörgum eftir til að fletta líninu í fjórða skiptið og var þá kominn með tvær gular og fallegar borgir. Hann kláraði svo dæmið og sigraði spilið. Lúmskur er hann og slunginn. Krúnuna fær hann og það er svo sem allt í lagi. Hann er að flytja heim til Íslands bráðum og lendir þar í skafrenningi og blindbyl, vonandi að krúnan veiti honum hlýju.

Saturday, May 19, 2007

 

Dyr SigFreylands standa opnar næsta föstudag.



Já nú er baráttan opin öllum og allir standa jafnir að vígi. Næsta föstudag ætla á ég nefnilega að ljúka upp dyrum SigFreylands fyrir 5 lánsama Catanþyrsta Kiddalinga. Í hinum gullfallegu víðáttum SigFreylands þar sem hunangið drýpur af trjánum og fuglarnir syngja undurfagra tóna frá meisturum U2 verður blásið til leiks um kl 20:15 - 20:30 og ekki slakað á fyrr en uppi stendur nýr konungur Catans. Léttar veigar sem menn telja að geti hjálpað þeim til sigurs eru leyfðar inn í SigFreyland og eins óhollusta ef menn þurfa með. Eitthvað smáræði verður líka hægt að tína upp í sig á staðnum ef menn koma alveg tómhentir.

Jamms en þar sem SigFreyland er fyrirheitna landið í augum flestra og aðeins pláss fyrir 6 prúða Kidda þá er það lögmál náttúrunnar sem gildir, rétt eins og með blessuðu sáðfrumurnar þá eru það aðeins þeir fyrstu sem komast inn þ.e.a.s þeir fyrstu 5 sem melda sig hér á síðunni. Það voru nú þegar tveir búnir að melda sig í síðustu frétt, Óli og Abbi en svona til að hafa þetta alveg fair þá sendi ég email núna á alla og bendi á þessa frétt. Það eru því opin 4 sæti, við skulum nú lofa Abba að vera inni þar sem hann er nú fjarverandi.

En ok þetta er bara gaman og hlakka ég til að takast á við konga tvo þá Eika og Óla. Svo er ég með hugmynd að nýrri reglu! Jamms ég var að spá í hvernig það væri ef sá sem vann síðasta spila með sama fjölda leikmanna fái að ráða hvað kemur á teningum hans þegar kastað er uppá hver byrjar? Hvernig líst ykkur á það? Þá geta menn reynt að fá sem hæst og byrjað, eða reynt að fá sem lægst og endað eða reynt að finna tölu sem kemur þeim inn í miðjuna?

Jæja nóg í bili.

Friday, May 18, 2007

 

Catan aflýst í kvöld!

Já ég þori bara ekki að halda þetta í kvöld, Abbi og félagar hafa verið að senda mér hótunarbréf og annað. Það er svo líka ekkert gaman að því að spila þegar enginn er Abbinn að abbast. En svona án gríns þá er ég bara of lasburða fyrir þetta í kvöld. Ég verð að vera í 80% standi svo ég eigi séns en eins og er þá er ég að lufsast í svona 30-40%. Sorry gæs :( þetta er súrt.

Ég er svo til í að halda svipað kvöld næstkomandi föstudag eða laugardag ef áhugi er fyrir því. Þá verða bara sætin boðin út hérna á síðunni og fyrstu 5 sem melda sig verða svo lukkulegir að komast til SigFreylands

Tuesday, May 15, 2007

 

Catan fyrir útvalda næsta föstudag


Já næstkomandi föstudag hefur sjálfur Freysalingurinn boðað til spils og með því heima í SigFreylandi. Boðaðir hafa verið nokkrir sérvaldir Kiddalingar og vonast Freysinn til að allir þeir geti mætt. Hér má endilega melda sig inn eða út svo hægt sé að ákvarða hvort úr verði. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í spilið en þar sem konur flestra verða á Gogga tónleikum þennan dag þá komast ekki allir. Með þessu móti eigum við Rúnar nú kannski smá séns þar sem enginn verður Jóinn að skemma fyrir og hinn stóri Illi er einnig fastur heima hjá sér. Abbinn er líka fastur í koti sínu þannig að menn þurfa ekki að koma með svuntur með sér...öllu óhætt.

En svona án gríns þá eru allir velkomnir, við ættum að vera komnir 5 ef allir mæta sem frjálsir eru þannig að það er enn pláss fyrir amk einn af ykkur hinum sem ekkert ráða við konur sínar.

Mæting svona kl 20:30 og menn koma með vinningsblönduna og óhollustu með ef menn vilja. Hér verður svo vonandi eitthvað smálegt að tína upp í sig eins og hefð er (þó er hér ekki verið að keppa við menn eins og Abba í veitingum...fjarri því).

P.S. Ef ég verð svo áfram svona anskoti hund djöfulsins lasinn og núna þá gæti farið svo að þetta falli niður.

Monday, May 14, 2007

 

Aso og eftirvænting


Hinn knái sæfari og verndari 5 manna krúnunnar, Ólafur Helgi, hóaði í spil á asobrain í kvöld til að komast hjá því að vinna verkefni. Jói Guð mætti galvaskur, Rúnar beilaði og Freysi meldaði sig veikan. Í fyrsta spilinu tók Jói forystuna og var ansi líklegur til afreka. Óskar mætti síðan og horfði á og hvatti keppendur til dáða. En allt kom fyrir ekki, Ólafur hafði sigur á endanum með því að hirða götubyggingarspil af Jóa, ná með því lengsta vegakerfinu og byggði einn kofa og var þar með kominn í 15 stigin. Þetta líkaði Jóhanni eigi. Hann heimtaði rematch og það fékk hann svo sannarlega. Til að gera langa sögu stutta þá endaði undirritaður spilið með því að gjörsigra Jóa Guð 15-4 og síðustu orðin hans voru "OOOOJJJJJJ", eða 4 sinnum O og 6 sinnum J.
Annars er mikil eftirvænting eftir föstudeginum, en Freysi hefur boðið útvöldum spilurum, sérstakri elítu, til að spila Catan og drekka guðaveigar í fallegu umhverfi og einstökum félagsskap.
Ég bið ykkur vel að lifa, Ólafur Helgi.

Friday, May 4, 2007

 

Catan í gær, Abbinn sullar yfir allt og Jói droppar sýru

Jamms það var tekið í spil í gær eins og flestir okkar vita :) Þetta var bara hið ágætasta spil. Í fyrstu leit allt út fyrir að um stutt og leiðinlegt spil væri að ræða þegar Eiki var á barmi sigurs eftir aðeins 2 klst keyrslu. Við náðum þó að berja dálítið á kauða og seinka sigri hans til kl 1:30 eða svo. Já Eiki karlinn Umma dró eitt stig í land í gær og sá gerði það bara með glæsibrag og án þess að vera vondur og leiðinlegur við okkur hina eins og sumir eiga það til að gera ;) Eiki átti þetta bara skilið. Rúnar sá svo um að halda botninum hreinum að vanda og Freysi (ég) sýndi gamla takta og náði næstum að stela sigrinum af Eika. Já það mátti ekki miklu muna en Eiki hafði þetta fyrir rest. Abbi var bara fúllúr en þó skemmtilegur að vanda og honum tókst meira að segja að sulla niður. Já Abbi var samur við sig og tók heilt glas af hinum ljúfa St. Feuillien Páska og sullaði yfir eldhúsgólf Óla dúfu. Þetta hafði vissulega sitt skemmtanagildi og það er það sem öllu máli skiptir. Jói átti líka ansi góð móment því maðurinn virtist vera á einhverju mjög sterku, eitthvað meira en bara lífshamingjunni einni saman. Karlinn vissi varla hvað snéri upp eða niður í spilinu og kom með hvert draumaklúðrið á fætur öðru. Við hefðum jú átt að vera drengir góðir og senda karlinn heim í ból til Guddu sinnar að sofa þetta úr sér.
Óli var svo bara Óli, góður og prúður og lúmskari en andskotinn sjálfur...honum tókst þó ekki að bæta 6 manna krúnunni við sína 5 manna að þessu sinni.
Vigfús já hmmm hvar var sá Illi? Jú hann var fjarri góðu gamni og kom þá bersýnilega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Jú því um leið og Vigfús hinn illi er fjarri þá blómstrar Umman eins og blóm í eggi. Sá illi er hefur greinilega troðið á Eikanum fram á þennan dag en nú er komið nóg ef marka má Eldglampan úr augum Eika Ummu í gær þegar krúnan var hans. Karl er kominn með bragðið í munninn og nú verður ómögulegt að stoppa kvikindið. En já sem sagt fínt kvöld með góð úrslit.

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?