Wednesday, November 14, 2007

 

Groundhog Day


Eftir alltof langa pásu hittist Catan hópurinn aftur, það liðu yfir 50 dagar á milli spila og það má aldrei gerast aftur. Eikinn var mættur aftur úr Catan æfingabúðum í Nepal og því var tilvalið að smala saman í spil. Arnbjörn og Krissi sáu sér ekki fært á að mæta og því náðum við í 5 manna spil, Óli, Vigfús, Rúnar, Freysi og 6 manna meistarinn Eiki. Að þessu sinni var spilað á Vígastöðum. Aðstæður voru til fyrirmyndar, haustið komið, napurt úti, veitingarnar í toppklassa og góður andi yfir strákunum!
Og þá hófust leikarnir. Freysi var svo heppinn að mega byrja og var þar af leiðandi búinn að tapa þessu spili. Vigfús, Rúnar og Óli komu sér ágætlega fyrir en Eiki var ekki alveg að dansa, átti kannski ekki besta upphafsleikinn á tímabilinu. Drengirnir byrjuðu á því að missa allar borgirnar í fyrstu umferð, tómt kæruleysi í gangi og engir riddarar í boði. Þegar leið á spilið náðu menn að koma aftur upp borgum og Vigfús og Freysi voru með fínar stöður, Rúnar og Óli ekki langt á eftir en Eiki var ekkert að stressa sig á þessu, tók því bara rólega. Bilið jókst þegar leið á og Freysi átti 1-2 stig á hann Vigfús þegar að þeir voru að skríða yfir 10 stig. Þá tóku sumir upp á því að angra Freysalinginn, vildu nú ekki leyfa honum að vinna spilið án þess að fá smá bögg. Þá reis Vigfús upp eins og Fönixinn! Allt í einu sáu mótspilarar hans ofsafengna krafta hans og útsjónasemi í þessu spili! Borgirnar risu hver á eftir annarri! Bæir og vegakerfi! Skip og borgarmúrar! Einfaldir, tvöfaldir og þrefaldir riddarar svo langt sem augað eygir! Freysi margítrekaði hina gullnu reglu, Vigfús vinnur alltaf ekki nema við hömumst á honum eins og Energizer kanínur. En það var orðið of seint. Allt var runnið fyrir gýg. Enn og aftur halaði hann inn sigur, frækinn sigur, niðurlægði mótherjana en það þorði enginn að segja neitt af því að hann var á heimavelli.
Þetta er farið að minna mig á myndina Groundhog Day með Bill Murray.
Óli Helgi.

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?