Wednesday, July 18, 2007

 

Igen og igen...

Að kvöldi 17. júlí gerðu 4 Catan áhangendur sér góða kvöldstund og settust niður við spil í Varðturninum hjá Óla og Dagnýju. Mættir voru Ólafur, Arnbjörn, Jóhann og Vigfús. Krissi komst ómögulega og Freyr og Rúnar voru fjarverandi.
Gestgjafinn reyndi eins og hann gat að halda í hefðirnar og sullaði í Catan dýfu með nachos og keypti kassavís af Maltesers. Bjórbirgðirnar voru eitthvað á þessa leið:
Það voru spiluð tvö spil, eitt stutt og laggott og annað langt og spennandi.
Fyrra spilið var aldrei spurning, Vigfús lagði síðastur niður borg og bæ og hann lagði upp með kornhöfn og kom sér vel fyrir yst á kornhafi sem samanstóð af 3 kornreitum. Jóhann og Arnbjörn náðu þó ágætis árangri en Illi rauk fram úr öllum og náði 18 stigum á mettíma. Enginn missti borg í þessu spili sem að einkenndist af bræðralagi og umhyggju. Vigfús henti aldrei frá sér spili þrátt fyrir að hafa gríðarlegan blævæng þegar röðin kom að honum. Þá aus hann út korninu byggði sér borgir og bæi, og var nánast óstöðvandi. Mótspilarar hans fylltust lotningu, fylgdust með honum og reyndu að læra eitthvað af þessum ósköpum.
Sigurbjórinn fyrir þetta spil hefur sennilega verið einfaldur Tuborg grænn.
Seinna spilið var öllu merkilegra. Vigfús tók að vísu vel af stað en Jóhann fylgdi honum hvert fótmál. Ólafur og Arnbjörn voru orðnir hálffúllir en reyndu að standa í keppinautunum. Jóhann og Vigfús komu sér þægilega fyrir út í eyjum en hinir tveir héldu sig á meginlandinu. Svo hljóp aðeins á snærið hjá Ólafi og hann náði skyndilega að skjótast upp í 15 stig. Þá tóku mótspilarar hans skyndilega að beina spjótum sínum að honum, rændu frá honum riddara, stálu spilunum hans, settu biskupinn á uppáhaldsreitinn hans og annað álíka sem að í daglegu tali kallast einelti. Ekki einelti á vinnustað, ekki einelti í skóla heldur bara einelti í hans eigin húsi! Maltesers skálin skipti um eigendur og Ólafi datt helst í hug að reka þessa rudda út! En nei, hvað gerist þá? Allt í einu byggir Vigfús sér borg og bæ, nælir sér í lengsta vegakerfið af Arnbirni og vinnur spilið, takk fyrir túkall! Enn eina ferðina gleymist að berja á Illa, Golíat traðkar ofan á Davíð, King Kong klárar spilið, Hulk ber á brjóst sér, hið illa sigrar að lokum.
Ætli sigurbjórinn hafi ekki verið Tuborg Classic.
Undirritaður ályktar að fjarvera Freysa hafi orðið til þess að Illi vann í bæði skiptin. Hann er duglegur að benda á hættuna sem að stafar af Illa og það gerði útslagið í þetta skiptið...og svo kannski tölurnar sem að komu upp á teningunum...og svo kannski eitthvað með strategíu...
Undirritaður gerði einnig smá tilraun í seinna spilinu, skráði niður hvaða tölur komu upp á teningunum til að athuga hvort að tölur kvöldsins væru eitthvað langt frá því sem að telst eðlilegt. Okkur fannst nokkrar tölur koma ansi oft upp og niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

tala í spili almennt
2    3,06    2,78
3    7,14    5,56
4    8,16    8,33
5    12,24   11,11
6    14,29   13,89
7    15,31   16,67
8    14,29   13,89
9    11,22   11,11
10   5,1     8,33
11   7,14    5,56
12   2,04    2,78

Ætli 3 og 11 séu ekki sigurvegarar kvöldsins og 10 kom ekki vel út. En þetta var nú meira bara í gamni gert og vissulega náði ég ekki að skrá allar tölurnar niður. Ég tók líka saman hversu oft skipið kom og það gerðist í 57,14% tilfella, ekki var mikill munur á gula, bláa og græna kastalanum, frá 10%-14,3%.

Hér má sjá stöðuna eftir fyrra spilið, Vigfús var hvítur, bendi á borgirnar tvær á kornreitunum.

Hér er svo önnur mynd úr seinna spilinu, hér leggur Arnbjörn niður bæ á skemmtilegum stað.

Arnbjörn leikur hér, Illi og Jói fylgjast spenntir með. Bendi á sigurstigin 3 á borðinu, þau tilheyra gestgjafanum.
En sem sagt, Vigfús sigurvegari kvöldsins, hinir töpuðu...þannig er það.

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?