Sunday, April 20, 2008

 

Hið illa sigrar að lokum

.
Já það var spilað í Kristianíu um daginn. Við vorum saman komnir 5 kátir karlar, strákurinn sem hér ritar, Krissi mótshaldari, Vigfús hinn illi, Atli hinn ungi og svo Bjarne hinn danski. Þetta var bara nokkuð gaman en tiltölulega fyrirsjáanlegt eða hvað? Heheh Atli og Freysi náðu sér aldrei í stórar 10 byggingar á meðan Krissi og Bjarne náðu sér í tvær slíkar. Vigfús tók eina en það sem bjargaði honum var svo að það hús var stigahúsið (auka stig f hver 4 stig í borði). Þegar leið á spilið kom fljótt í ljós að Krissi var enn og einu sinni að klikka með sína sömu gömlu strategíu, ekkert að gerast. Bjarne var alveg lost og Vigfús vissi bara ekkert hver myndi vinna...samt var karlinn með turn af stigum sem bar við himinn og lá við að riðaði til falls. Sá skaut á að Krissi eða Bjarne hefðu þetta að lokum. Raunin var svo sú að hið illa sigraði að sjálfsögðu. Bjarne endaði á botninum m 49 stig á meðan Atli og Freysinn, húsleysingjarnir náðu flestum stigum í borði eða um 27 stig ca. En já skemmtilegt spil, saknaði samt dálítið bullsins og auðvitað sullsins hans Abba hinum aldna, bassans í Rúna litla og svo auðvitað drykkjufélagans Óla öl!

Sunday, April 6, 2008

 

La Granja gleði


"Allir komu þeir aaaaaftur og enginn þeirra dó". Já, það er ekki dauð stund hérna í Baunaveldinu, gríðalegur tími aflögu sem maður hreinlega verður að eyða í spil. Að þessu sinni hittust drengirnir hjá Atla. Undirritaður, Abbi og Krissi mættu líka. Abbi var sjóðheitur frá síðasta spili og ætlaði nú aldeilis að negla þetta núna. Krissi var líka orðinn pirraður á gengi síðustu spila, Atli kom ferskur inn eftir góða pásu. Abbi lagði upp með svipaða strategíu og síðast, einokaði sykurinn og sigldi eins og vindurinn. Atli nældi sér í hacienda, ætlaði aldeilis að virkja hvern fermeter af eyjunni sinni. Undirritaður reyndi aftur við fjölbreytileikann, en hann virkaði engan veginn síðast. Krissi tók markaði...minnir mig ;) Þetta spil var mjög spennandi, langt og mikið að gerast í því. Abba gekk ansi vel og hann náði að hala inn mikið af stigum. Að lokum náði hann að kaupa VP bygginguna og þá var nokkuð ljóst hver myndi ná að sigra. Abbi endaði spilið með heil 67 stig, hvorki minna né meira og það er nýtt Puerto Rico heimsmet í litla samfélaginu okkar. Krissi náði í annað sætið með 50+ stig, Atli kom næstur en undirritaður endaði í síðasta sæti. En stemningin var svo gríðarlega góð hjá Atla að við skelltum bara í nýtt spil.
Núna er minnið eitthvað að bresta hjá mér, skil það nú ekki alveg, en það gæti eitthvað tengst drykkjarvörunum sem voru á boðstólum ;)
Til að gera langa sögu stutta þá vann undirritaður frekar stutt og tíðindalítið spil. Hann tók tvær stórar byggingar og endaði með 51 stig. Aðrir fengu frekar lítið af stigum og Abbi hundskammaði Krissa fyrir að ná ekki einu sinni 40 stigum.
Að þessu sinni mættu menn með alvöru "kalla".
Krissi mætti með Bøgedal no. 121 og Menabrea Strong Ale. Atli tók einn Nørrebro Påske Bock og galdraði svo fram einn unaðslegan La Granja Stout frá sama brugghúsi. Abbi tók einn Århus Bryggeri Jólabjór og svo Bornholm Svaneke Porter.
Skemmtilegt kvöld, frábærir bjórar og gríðargóðar veitingar.

 

Freysi strikes and scores!


Koma tímar, koma ráð, kemur tími til að spila Puerto Rico. Í híbýlum Krissa hittust þeir Vigfús, R. Freyr, Arnbjörn, undirritaður og húsbóndinn. Fullt út úr dyrum og spennan magnþrungin. Undirritaður fékk að hefja leik enda vann hann tvíhöfðann ógurlega síðast. Leikar hefjast. Freysinn birgir sig upp af korni og nældi sér einnig í tóbak. Húsbóndinn lagði upp með vel þekkta strategíu, stór og lítill markaður og seinna office. Arnbjörn spilaði sig heimskann og sagðist ekkert vita hvað hann væri að gera en hann átti ógrynni af sykri og gekk vel að koma þeim í skip. Vigfús var hugsi en náði engu að síður að koma sér í góða stöðu og reyndi að koma Freysalingnum úr jafnvægi með því að fá Hattrick SMS á 2,38485 nanósekúndu fresti en þau komu af stað taugaboðum frá miðtaugakerfinu í Freysa upp í heila og hreinsuðu út alla rökhugsun sem hann hafði geymt þar uppi. Undirritaður lagði upp með fjölbreytileika í huga, framleiða mörg mismunandi hráefni, kaupa factory og klára spilið, það gekk hinsvegar ekki upp. Það var ljóst að Abbi og Freysi fengu langflest stig þó svo að Freysi hefði verið tregur að játa það, benti á Abba og sagði að hann væri með mun fleiri stig. Þegar að spilið var að verða búið nældi Freysi í VP bygginguna og endaði spilið með flest stig, 58 en Vigfús kom næstur með 54. Hann hafði því miður ekki mikinn tíma til að fagna þessum áfanga, þurfti að þjóta heim til að sinna konu og börnum. Abbi náði ekki að kaupa stóra byggingu en hefði annars getað unnið þetta spil. Loksins gekk strategían hans Freysa upp, sigla með ógrynni af korni, alls ekki galið.
Það var nú ekki drukkið svo mikið af öli þetta kvöldið, undirritaður mætti með St. Landelin páska, Arnbjörn tók GB Saison páska, húsbóndinn fékk sér Menabrea en Vigfús sat hjá og Freysi fór á sopafyllerí.

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?