Sunday, April 6, 2008

 

Freysi strikes and scores!


Koma tímar, koma ráð, kemur tími til að spila Puerto Rico. Í híbýlum Krissa hittust þeir Vigfús, R. Freyr, Arnbjörn, undirritaður og húsbóndinn. Fullt út úr dyrum og spennan magnþrungin. Undirritaður fékk að hefja leik enda vann hann tvíhöfðann ógurlega síðast. Leikar hefjast. Freysinn birgir sig upp af korni og nældi sér einnig í tóbak. Húsbóndinn lagði upp með vel þekkta strategíu, stór og lítill markaður og seinna office. Arnbjörn spilaði sig heimskann og sagðist ekkert vita hvað hann væri að gera en hann átti ógrynni af sykri og gekk vel að koma þeim í skip. Vigfús var hugsi en náði engu að síður að koma sér í góða stöðu og reyndi að koma Freysalingnum úr jafnvægi með því að fá Hattrick SMS á 2,38485 nanósekúndu fresti en þau komu af stað taugaboðum frá miðtaugakerfinu í Freysa upp í heila og hreinsuðu út alla rökhugsun sem hann hafði geymt þar uppi. Undirritaður lagði upp með fjölbreytileika í huga, framleiða mörg mismunandi hráefni, kaupa factory og klára spilið, það gekk hinsvegar ekki upp. Það var ljóst að Abbi og Freysi fengu langflest stig þó svo að Freysi hefði verið tregur að játa það, benti á Abba og sagði að hann væri með mun fleiri stig. Þegar að spilið var að verða búið nældi Freysi í VP bygginguna og endaði spilið með flest stig, 58 en Vigfús kom næstur með 54. Hann hafði því miður ekki mikinn tíma til að fagna þessum áfanga, þurfti að þjóta heim til að sinna konu og börnum. Abbi náði ekki að kaupa stóra byggingu en hefði annars getað unnið þetta spil. Loksins gekk strategían hans Freysa upp, sigla með ógrynni af korni, alls ekki galið.
Það var nú ekki drukkið svo mikið af öli þetta kvöldið, undirritaður mætti með St. Landelin páska, Arnbjörn tók GB Saison páska, húsbóndinn fékk sér Menabrea en Vigfús sat hjá og Freysi fór á sopafyllerí.

Comments:
Heheh þetta virkaði bara vel...prófa þetta næst aftur. En það var rétt hja´mér Abbi var með lang flest stig í borði. Ég vann bara af því að ég náði VP byggingunni! Strategían hans Abba gekk því upp líka!
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?