Thursday, April 26, 2007

 

Ísinn á Aso

Það gerist reglulega hjá mér að allt frís þegar ég er að spila á Aso. Ég er búinn að prófa að spila í Firefox og IE7 og er búinn að sækja nýjasta JAVA draslið...en samt frýs allt reglulega. Var svona að velta því fyrir mér af hverju þetta gerist.

Þetta hefur aldrei gerst þegar enginn bot er til staðar...gætur verið að botarnir hafa einhver áhrif?


Ég vildi nú bara athuga hvernig þetta er hjá ykkur hinum, hvað segið þið strákar um þetta?

Tuesday, April 17, 2007

 

Hraðamet í sögu Katan Klúbbsins

Já við tókum í spil um daginn í himnaríki Jóa Guðs eins og flestir vita. Reyndar segist Abbi litli ekkert hafa vitað af þessu en það sjáum við nú allir í gegnum. Menn þora ekki að mæta til að verja titilinn....þetta er vel þekkt hegðun. En hvað sem því líður þá missti Abbinn ekki af neinu því þetta var bæði hraðasta spil í sögu klúbbsins og jafnframt það leiðinlegasta, en spilinu lauk með yfirborða sigri Jóa Guðs eftir einungis 1.5 klst. Freysinn, Rúnarinn og Eikinn áttu aldrei séns og fengu ekki eitt einasta hráefnisspjald. Nýliðinn Krissi hins vegar kom sá og næstum því sigraði. Fúsinn var skæður að vanda en með miklum erfiðismunum tókst að halda honum á kafi á kostnað þess að Jói gleymdist algjörlega.

Sunday, April 15, 2007

 

Hmm hvernig er stemningin fyrir kvöldið?

Mikið hefur verið rætt um að spila fljótlega. Er það í kvöld eða hvað? Hvernig enduðu þessar umræður eiginlega?

Saturday, April 14, 2007

 

Netcatan eða einelti?

Á ægifögru vorkvöldi hittust nokkrir Catan nerðir á lýðnetinu og spiluðu Stórcatan eða Great Xplorers eins og stafræna útgáfan af borðinu kallast. Þessir miklu menn voru Óli Gauju, Freysalingurinn og Óskar bróðir Bóasar og svo mætti Monica bot líka. Óli vann hlutkestið og lenti í vandræðum með að planta niður borginni sinni en aðrir leikmenn komu sér þægilega fyrir. Þegar leið á spilið þá var það kýrskýrt að þetta spil gekk bara út á eitt, einelti. Stóru vondu ruddarnir Freysi og Óskar byrjuðu að ræna og rupla Óla litla eins og þeir gátu og Monica komst líka á bragðið og lagði vegi þvert fyrir vesalings Óla. Einnig létu þeir slæm ummæli falla í garð greyið Óla þar til að hann sá sér ekki fært annað en að verða að óskum þeirra og spila sig út í horn. Barsmíðarnar héldu áfram, mögnuðust þegar leið á spilið, urðu ennþá grófari og ruddalegri, riddurum var stolið, vegir eyðilagðir, stóru ruddarnir hirtu spilin af Óla sem hann hafði svo mikið fyrir að safna. Þegar leið undir lok spilsins þá byrjuðu ólátabelgirnir að metast um hvort þeirra hefði nú farið verr með Óla litla og hlaut hann ómældar sálarkvalir og sá sér ekkert annað fært en að skola óþverranum niður með alkóhólríkum bjór til að reyna að deyfa mestu verkina. Freysalingur stóð uppi sem ósanngjarn sigurvegari og Catan samfélagið lét hann greinilega vita af því þegar það tilkynnti:

"The game will not be ranked, because it is wrong to pick on people!"

Óvíst er hvort að þessir ruddar megi spila aftur á lýðnetinu.
Takk fyrir ekki neitt.

Monday, April 9, 2007

 

Gleðilega Páska!

Sælir piltungar, ég vildi bara skella páskakveðjum á ykkur ljúflingana og minna á að Catan spil er afar páskalegur viðburður ;)

Friday, April 6, 2007

 

Rúst

Þar sem menn efuðust eitthvað um sigur minn í gær á netinu þá var rematch í kvöld, reyndar Óli að sinna konunni. En Monica kom í hans stað og tók alla endavegina hans Freysa, því hann var sá eini sem átti endavegi.

En allavega, eftir að hafa verið langt á eftir mest allt spilið tók ég þetta á lokasprettinum og rústaði þessu, 17 stig á meðan Jói og Freysi voru með henholdsvis 11 og 10.

Dómarinn er því ótvíræður fyrsti netsigurvegarinn.

Gangið á guðsvegum.

Thursday, April 5, 2007

 

Hver er til í Online-Catan í kveld?


Sælir piltungar..langar að prófa online-catan í kvöld. Er einhver til í það með mér? Það er þá pláss fyrir 3 til viðbótar. Fyrstir koma fyrstir fá? Endilega svariði hérna í comments. Hugmyndin er að spila á heimatilbúnu stórkatan borði og svo verða úrslitin skráð á Catan síðuna sko, já já þetta verður alvöru :)

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?