Sunday, April 20, 2008

 

Hið illa sigrar að lokum

.
Já það var spilað í Kristianíu um daginn. Við vorum saman komnir 5 kátir karlar, strákurinn sem hér ritar, Krissi mótshaldari, Vigfús hinn illi, Atli hinn ungi og svo Bjarne hinn danski. Þetta var bara nokkuð gaman en tiltölulega fyrirsjáanlegt eða hvað? Heheh Atli og Freysi náðu sér aldrei í stórar 10 byggingar á meðan Krissi og Bjarne náðu sér í tvær slíkar. Vigfús tók eina en það sem bjargaði honum var svo að það hús var stigahúsið (auka stig f hver 4 stig í borði). Þegar leið á spilið kom fljótt í ljós að Krissi var enn og einu sinni að klikka með sína sömu gömlu strategíu, ekkert að gerast. Bjarne var alveg lost og Vigfús vissi bara ekkert hver myndi vinna...samt var karlinn með turn af stigum sem bar við himinn og lá við að riðaði til falls. Sá skaut á að Krissi eða Bjarne hefðu þetta að lokum. Raunin var svo sú að hið illa sigraði að sjálfsögðu. Bjarne endaði á botninum m 49 stig á meðan Atli og Freysinn, húsleysingjarnir náðu flestum stigum í borði eða um 27 stig ca. En já skemmtilegt spil, saknaði samt dálítið bullsins og auðvitað sullsins hans Abba hinum aldna, bassans í Rúna litla og svo auðvitað drykkjufélagans Óla öl!

Comments:
Já, hann kann á þetta hann Vigfús. Leitt að hafa ekki náð að spila með ykkur en ég og Rúnar vorum uppteknir yfir því að horfa á fáklædda sveitta karlmenn hlaupa og skemmta sér, mjög metró. Hlakka til að spila næst, þá tek ég þetta.
 
Ég verð að lýsa yfir óánægju minni með uppfærslur á þessari síðu. Hér hefur ekkert verið fært til bókar síðan í Apríl, ekki einu sinni sigur minn í Puerto Rico í síðasta spili. Hver er ábyrgur fyrir þessu, er það lítill Freysalingur eða nýútskrifaður master Óli? Það er engin afsökun að menn séu í aðgerð eða fluttir á Djöflaeyjuna og byrjaðir að raka inn sífallandi krónum.
Það eru hreinlega miklar líkur á að afrek manni falli í gleymsku í stað þess að vera rituð á spjöld sögunnar þar sem kynslóðir framtíðarinnar geta séð afrek okkar. Því lýsi ég hér því yfir að síðasta spil var spilað hjá Rúnari í Dómarahorninu og ég sigraði með yfirburðum (u.þ.b. 5 stig skildu á milli efsta og neðsta sætis ef ég man rétt). Bjórinn sem er tileinkaður þessu kveldi var Skovlyst IPA.
Þarna hafið þið það gemlingarnir ykkar og punginn á ykkur.
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?