Saturday, May 19, 2007

 

Dyr SigFreylands standa opnar næsta föstudag.



Já nú er baráttan opin öllum og allir standa jafnir að vígi. Næsta föstudag ætla á ég nefnilega að ljúka upp dyrum SigFreylands fyrir 5 lánsama Catanþyrsta Kiddalinga. Í hinum gullfallegu víðáttum SigFreylands þar sem hunangið drýpur af trjánum og fuglarnir syngja undurfagra tóna frá meisturum U2 verður blásið til leiks um kl 20:15 - 20:30 og ekki slakað á fyrr en uppi stendur nýr konungur Catans. Léttar veigar sem menn telja að geti hjálpað þeim til sigurs eru leyfðar inn í SigFreyland og eins óhollusta ef menn þurfa með. Eitthvað smáræði verður líka hægt að tína upp í sig á staðnum ef menn koma alveg tómhentir.

Jamms en þar sem SigFreyland er fyrirheitna landið í augum flestra og aðeins pláss fyrir 6 prúða Kidda þá er það lögmál náttúrunnar sem gildir, rétt eins og með blessuðu sáðfrumurnar þá eru það aðeins þeir fyrstu sem komast inn þ.e.a.s þeir fyrstu 5 sem melda sig hér á síðunni. Það voru nú þegar tveir búnir að melda sig í síðustu frétt, Óli og Abbi en svona til að hafa þetta alveg fair þá sendi ég email núna á alla og bendi á þessa frétt. Það eru því opin 4 sæti, við skulum nú lofa Abba að vera inni þar sem hann er nú fjarverandi.

En ok þetta er bara gaman og hlakka ég til að takast á við konga tvo þá Eika og Óla. Svo er ég með hugmynd að nýrri reglu! Jamms ég var að spá í hvernig það væri ef sá sem vann síðasta spila með sama fjölda leikmanna fái að ráða hvað kemur á teningum hans þegar kastað er uppá hver byrjar? Hvernig líst ykkur á það? Þá geta menn reynt að fá sem hæst og byrjað, eða reynt að fá sem lægst og endað eða reynt að finna tölu sem kemur þeim inn í miðjuna?

Jæja nóg í bili.

Comments:
Ég skrái mig hér með aftur til leiks. U2 og hunang hljómar mjög vel. Ég náði ekki alveg upp í þessa nýju reglu, er enn með ælu í hausnum af því að Chelsea vann MU í dag. Hún skýrist væntanlega þegar að við mætum til leiks.
 
Sælir,

Ég skrái mig hér með í næsta Catanspil

Kveðja

Jói
 
Er med..
Kongurinn í 82
 
Ok Krissi the White meldar sig frá og líklega verður Rúnar með ræpu þannig að það er enn eitt pláss laust fyrir Vigfús. Er ég að gleyma einhverjum? Ef fúsi þorir ekki þá erum við 5 kvikindi og þá er það krúna Óla sem er í húfi.
 
Svona til að ítreka ósk mína um að vera með þá skrái ég mig hér aftur.
Kveðja af Klakanum
 
Í kvöld munið þið allir verða rassskelltir með gallblautum ullarsokk.
Það verður engin virðing í gangi nema kannski fyrir innanstokksmunum hennar Sigrúnar. (Sem hefur í för með sér að ég muni leggja mig allan fram við að sulla lítið sem ekkert niður)
Það er kominn tími að kórónan verði borin af Mér og engum öðrum í soldinn tíma.
 
Ja her, thetta er ad bresta a. Thad eru sem sagt 5 skradir til leiks t.a. titillinn er ad vedi. Thad er tha tvennt i stodunni, annadhvort maeti eg og vinn og held tha titlinum eda eg maeti ekki og thid takid aumingjalegan 4 manna leik. Nu tharf eg ad kikja i reynslubankann og koma med svadalega stragediu til ad sigra thetta. 2 hafnir og hafa hus og borg a einungis 2 reitum og treysta a gud og lukkuna? Loka sig inni i midju spilinu og nota frekar timann til ad drekka sig fullan? Vona ad Abbi sulli nidur a spilid t.a. vid thurfum ad haetta ad spila kl. 22:30? Thetta eru allt finar hugmyndir, spurning hver er best?
 
Abbi minn þú mátt alveg sulla niður, það er sko afmæli hér til kl 20:00 og líklega eitthvað sullað niður. Þannig að ekki fara í mínus ef eitthvað fer niður. Ég ætla að rústa þessu næstum því og taka 2. sætið. Er of illa leikinn eftir afmælisundirbúning!
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?