
Já nú er baráttan opin öllum og allir standa jafnir að vígi. Næsta föstudag ætla á ég nefnilega að ljúka upp dyrum SigFreylands fyrir 5 lánsama Catanþyrsta Kiddalinga. Í hinum gullfallegu víðáttum SigFreylands þar sem hunangið drýpur af trjánum og fuglarnir syngja undurfagra tóna frá meisturum U2 verður blásið til leiks um kl 20:15 - 20:30 og ekki slakað á fyrr en uppi stendur nýr konungur Catans. Léttar veigar sem menn telja að geti hjálpað þeim til sigurs eru leyfðar inn í SigFreyland og eins óhollusta ef menn þurfa með. Eitthvað smáræði verður líka hægt að tína upp í sig á staðnum ef menn koma alveg tómhentir.
Jamms en þar sem SigFreyland er fyrirheitna landið í augum flestra og aðeins pláss fyrir 6 prúða Kidda þá er það lögmál náttúrunnar sem gildir, rétt eins og með blessuðu sáðfrumurnar þá eru það aðeins þeir fyrstu sem komast inn þ.e.a.s þeir fyrstu 5 sem melda sig hér á síðunni. Það voru nú þegar tveir búnir að melda sig í síðustu frétt, Óli og Abbi en svona til að hafa þetta alveg fair þá sendi ég email núna á alla og bendi á þessa frétt. Það eru því opin 4 sæti, við skulum nú lofa Abba að vera inni þar sem hann er nú fjarverandi.
En ok þetta er bara gaman og hlakka ég til að takast á við konga tvo þá Eika og Óla. Svo er ég með hugmynd að nýrri reglu! Jamms ég var að spá í hvernig það væri ef sá sem vann síðasta spila með sama fjölda leikmanna fái að ráða hvað kemur á teningum hans þegar kastað er uppá hver byrjar? Hvernig líst ykkur á það? Þá geta menn reynt að fá sem hæst og byrjað, eða reynt að fá sem lægst og endað eða reynt að finna tölu sem kemur þeim inn í miðjuna?
Jæja nóg í bili.