Jamms það var tekið í spil í gær eins og flestir okkar vita :) Þetta var bara hið ágætasta spil. Í fyrstu leit allt út fyrir að um stutt og leiðinlegt spil væri að ræða þegar Eiki var á barmi sigurs eftir aðeins 2 klst keyrslu. Við náðum þó að berja dálítið á kauða og seinka sigri hans til kl 1:30 eða svo. Já Eiki karlinn Umma dró eitt stig í land í gær og sá gerði það bara með glæsibrag og án þess að vera vondur og leiðinlegur við okkur hina eins og sumir eiga það til að gera ;) Eiki átti þetta bara skilið. Rúnar sá svo um að halda botninum hreinum að vanda og Freysi (ég) sýndi gamla takta og náði næstum að stela sigrinum af Eika. Já það mátti ekki miklu muna en Eiki hafði þetta fyrir rest. Abbi var bara fúllúr en þó skemmtilegur að vanda og honum tókst meira að segja að sulla niður. Já Abbi var samur við sig og tók heilt glas af hinum ljúfa St. Feuillien Páska og sullaði yfir eldhúsgólf Óla dúfu. Þetta hafði vissulega sitt skemmtanagildi og það er það sem öllu máli skiptir. Jói átti líka ansi góð móment því maðurinn virtist vera á einhverju mjög sterku, eitthvað meira en bara lífshamingjunni einni saman. Karlinn vissi varla hvað snéri upp eða niður í spilinu og kom með hvert draumaklúðrið á fætur öðru. Við hefðum jú átt að vera drengir góðir og senda karlinn heim í ból til Guddu sinnar að sofa þetta úr sér.
Óli var svo bara Óli, góður og prúður og lúmskari en andskotinn sjálfur...honum tókst þó ekki að bæta 6 manna krúnunni við sína 5 manna að þessu sinni.
Vigfús já hmmm hvar var sá Illi? Jú hann var fjarri góðu gamni og kom þá bersýnilega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Jú því um leið og Vigfús hinn illi er fjarri þá blómstrar Umman eins og blóm í eggi. Sá illi er hefur greinilega troðið á Eikanum fram á þennan dag en nú er komið nóg ef marka má Eldglampan úr augum Eika Ummu í gær þegar krúnan var hans. Karl er kominn með bragðið í munninn og nú verður ómögulegt að stoppa kvikindið. En já sem sagt fínt kvöld með góð úrslit.