Friday, February 22, 2008

 

Hið nýja spil Puerto Rico


Já nú erum við farnir að spila nýtt spil svona til að hvíla Catan aðeins. Við erum búnir að prófa tvö spil eins og glögglega má sjá á stigatöflunni. Fyrsta spilið var prufuspil og vorum við 4. Rúnar vann en það verður víst ekki tekið með í stigatöflu. Næsta spil var svo hérna í SigFreylandi og vann Freysinn á heimavelli. Þetta er bara ljómandi gott spil og kærkomin hvíld frá Catan. Hér er ekki heppni heldur kænska sem ræður þannig að nú eru meiri líkur á að sigra hinn ógurlega Vígafúsa! Vonandi tekst að smala saman í 5 manna Puerto sem fyrst....hmmm t.d. í kvöld?

Comments:
Já, það er sko ekki leiðinlegt að spila þetta Puerto Rico spil. Mjög spennandi spil og erfitt að finna góða strategíu til að vinna. Svo er einn góður kostur við það að spilið er frekar stutt og ekki hægt að hjakkast á andstæðingnum eins mikið og í Catan. Spil í kvöld hljómar vel, aldrei að vita nema maður geti verið með.
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?