. Hmm voru menn ekki að spá í spil annað kvöld? Eitthvað finnst mér eins og ég hafi heyrt af því. Svona mál á að taka fyrir hér á síðunni þannig að fólk geti áttað sig :) Ég er t.d. lost!
Skv. léttri könnun sem ég gerði á MSN í gær þá ættu ég, Freysi, Jói, Abbi og Krissi að vera klárir í Catan á morgun, fim. kvöld. Ég náði ekki á Fúsa og Eika. Rúnar hefur enga afsökun fyrir því að mæta ekki því hann fer í próf á fim. og svo bara á mán. Nokkrir IPA komnir í kæli og líka belgíski hommel bjórinn, spennandi.
OK þetta verður sem sagt í himnaríki Guðsins í kvöld kl 20:30. Eiki mætir og hinn illi líka. Það þýðir aðeins eitt, 6 manna katan, mögulegt að Eiki missi krúnuna og möguleiki á að Jói Guð næli sér í 6 manna krúnuna ofan á 5 manna. Má það gerast? Ég veit ekki! En ok þetta verður gaman...kjellinn ætlar að prófa lukku sína með Mikkeller Monks Elixir 10% skrímsli...en þið?