.
Já strákar þetta var nú ansi skemmtilegt og langt spil núna síðast. Held næstum að við höfum sett met þarna. Sá illi snéri aftur og var nærri búinn að hrifsa til sín völdin af Eika en sá lét ekki bugast og endaði loks sem sigurvegari rétt um kl 2:00. Eiki varði því krúnuna og má því áfram teljast réttmætur konungur Catan. Freysinn hefði samt mátt taka þetta en hinn Illi sá sko sannarlega til þess að hann átti aldrei séns. Þó svo að Freysinn hafi endað með flestar hallir (7 kvikindi) þá vantaði töluvert uppá innkomu og stig til að hafa þetta. Jói Guð var hins vegar ansi nálægt þessu líka eins og vanalega en samt sá sá Illi sér ekki ástæðu til að gera neitt við því. Hef karlinn grunaðan um að taka því illa þegar ég hamast á honum. Ég vil þó meina að eðlilegt sé að menn styðjist við tölfræðina og reyni að hindra velgengni þeirra sem teljast lang líklegastir til sigurs. Þannig er það amk í blessuðum boltanum (eitthvað sem þið skiljið strákar) en þar eru menn teknir úr umferð sem teljast ógn eða hvað? Heheheh já Freysinn smá bitur en ekkert alvarlega, sáttur við að Vigfús hinn illi tók ekki 4. sigurinn á árinu (mínu markmiði náð amk í þessu spili). Lítið sást svo til Krissa the White og var heldur lágt á honum risið að þessu sinni. Sama má segja um Óla sem þó átti ágætar rispur en sökum ölvÚnar var frekar rólegt á þeim bæ mest allt spilið. Eitthvað hefur piltur sá skammast sín því ekkert hefur spurst til hans síðan spilað var en óstaðfestar fregnir herma að Óli sé nú á Íslandi að sleikja sár sín.
En já komum nú að því sem ég ætlaði að tala um :) Ég var að spá...mig langar svoooo mikið til að við tækjum eitt spil enn fyrir heimferð mína þann 27. Þá væri gaman að taka síðasta spilið með gamla góða kjarnanum (stofnendum) þeim Jóa, Rúnari, Fúsa, og Freysaling ásamt tveim heppnum úr röðum nýrra spilara. Jói fer heim í sumar og þar með verður aldrei hægt að endurtaka þetta. Hvað segja menn?