Saturday, April 14, 2007

 

Netcatan eða einelti?

Á ægifögru vorkvöldi hittust nokkrir Catan nerðir á lýðnetinu og spiluðu Stórcatan eða Great Xplorers eins og stafræna útgáfan af borðinu kallast. Þessir miklu menn voru Óli Gauju, Freysalingurinn og Óskar bróðir Bóasar og svo mætti Monica bot líka. Óli vann hlutkestið og lenti í vandræðum með að planta niður borginni sinni en aðrir leikmenn komu sér þægilega fyrir. Þegar leið á spilið þá var það kýrskýrt að þetta spil gekk bara út á eitt, einelti. Stóru vondu ruddarnir Freysi og Óskar byrjuðu að ræna og rupla Óla litla eins og þeir gátu og Monica komst líka á bragðið og lagði vegi þvert fyrir vesalings Óla. Einnig létu þeir slæm ummæli falla í garð greyið Óla þar til að hann sá sér ekki fært annað en að verða að óskum þeirra og spila sig út í horn. Barsmíðarnar héldu áfram, mögnuðust þegar leið á spilið, urðu ennþá grófari og ruddalegri, riddurum var stolið, vegir eyðilagðir, stóru ruddarnir hirtu spilin af Óla sem hann hafði svo mikið fyrir að safna. Þegar leið undir lok spilsins þá byrjuðu ólátabelgirnir að metast um hvort þeirra hefði nú farið verr með Óla litla og hlaut hann ómældar sálarkvalir og sá sér ekkert annað fært en að skola óþverranum niður með alkóhólríkum bjór til að reyna að deyfa mestu verkina. Freysalingur stóð uppi sem ósanngjarn sigurvegari og Catan samfélagið lét hann greinilega vita af því þegar það tilkynnti:

"The game will not be ranked, because it is wrong to pick on people!"

Óvíst er hvort að þessir ruddar megi spila aftur á lýðnetinu.
Takk fyrir ekki neitt.

Comments:
Hehehe Óli boy! Ég ákvað bara að sýna ykkur smá hvurnig þetta er gert :) Hef hingað til bara haldið aftur að mér svona til að lofa ykkur minni spámönnum að "krækjast" fast á Catan öngulinn. Leyfði meira að segja Abba litla að vinna þarna um daginn. En nú eruð þið komnir í stórustráka deildina og tími til kominn að setja nokkur stig á þessa stigatöflu okkar. :)
 
En hvað með aumingja Monicu...greyið náði ekki að byggja eitt einasta hús ef ég man rétt, hafa botar kannski ekki sömu réttindi og við mannfólkið?

Kannski verðum við að koma upp siðfræðisreglum þegar verið er að spila netcatan...eða kannski ekki og bara sækja vaselinsdolluna :)

Óskar.
 
Hmmm ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig maður setur vaselín á botta? Eða hvernig maður í raun tekur í botta ef út í það er farið
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?