Tuesday, April 17, 2007

 

Hraðamet í sögu Katan Klúbbsins

Já við tókum í spil um daginn í himnaríki Jóa Guðs eins og flestir vita. Reyndar segist Abbi litli ekkert hafa vitað af þessu en það sjáum við nú allir í gegnum. Menn þora ekki að mæta til að verja titilinn....þetta er vel þekkt hegðun. En hvað sem því líður þá missti Abbinn ekki af neinu því þetta var bæði hraðasta spil í sögu klúbbsins og jafnframt það leiðinlegasta, en spilinu lauk með yfirborða sigri Jóa Guðs eftir einungis 1.5 klst. Freysinn, Rúnarinn og Eikinn áttu aldrei séns og fengu ekki eitt einasta hráefnisspjald. Nýliðinn Krissi hins vegar kom sá og næstum því sigraði. Fúsinn var skæður að vanda en með miklum erfiðismunum tókst að halda honum á kafi á kostnað þess að Jói gleymdist algjörlega.

Comments:
Ég vil byrja á því að óska Jóa til hamingju með fallegan sigur, megi hann lengi lifa. Við kóngarnir verðum að styðja hvorn annan á þessum erfiðu tímum, það er kalt á toppnum en ég er að norðan og vanur kulda. Núna eru svo margir sem að vilja spila, 8 manns, og það þýðir að það verður sennilega aldrei aftur spilað 5 manna Catan. Það er allt í lagi því þá held ég krúnunni að eilífu.
 
Ég er nú hættur þessu þannig að það fækkar í hópnum. Þetta spil er eitthvað sem minn litli heili ekki alveg skilur :) Ég gefst upp og sný mér nú aftur að heilum hug að bjórnum bara. Held meira að segja að Rúnar sé hættur líka?
 
Hættur, hehe, þú ert bara tapsár. Þú færð alla vega að vera með, annað en sumir.
Farðu bara til Rhodos og sleiktu sárin og drekktu bjór. Annars hef ég áreiðanlegar heimildir að eini grízki bjórinn sem fáist þarna sé Mythos lagerinn (skólpvatn með óbragði). En þið getið alltaf drukkið Heineken úr dósum ef þið eruð viðþolslausir.
Annars skiptir það ekki máli ef maður er bara á Rhodos.
Einn voða öfundsjúkur sem ætlar að skrifa ritgerð á meðan þið eruð á Rhodos. ohhh Rhodos
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?