Já við tókum í spil um daginn í himnaríki Jóa Guðs eins og flestir vita. Reyndar segist Abbi litli ekkert hafa vitað af þessu en það sjáum við nú allir í gegnum. Menn þora ekki að mæta til að verja titilinn....þetta er vel þekkt hegðun. En hvað sem því líður þá missti Abbinn ekki af neinu því þetta var bæði hraðasta spil í sögu klúbbsins og jafnframt það leiðinlegasta, en spilinu lauk með yfirborða sigri Jóa Guðs eftir einungis 1.5 klst. Freysinn, Rúnarinn og Eikinn áttu aldrei séns og fengu ekki eitt einasta hráefnisspjald. Nýliðinn Krissi hins vegar kom sá og næstum því sigraði. Fúsinn var skæður að vanda en með miklum erfiðismunum tókst að halda honum á kafi á kostnað þess að Jói gleymdist algjörlega.