Eftir síðasta spil hef ég hlotið mikla gagnrýni og sumir hafa bent á að ég hafi hjálpað núverandi meistara, Vigfúsi, við að sigra síðasta spil. Þetta er alfarið rangt og nú vil ég í eitt skipti fyrir öll leiðrétta þennan misskilning. Á ákveðnum tímapunkti í spilinu skipti ég við Vigfús í hlutföllunum 5-1, lái mér hver sem vill en þetta er hreinlega tilboð sem að enginn getur hafnað. Hinsvegar fékk Vigfús forskot á okkur hina þegar að við vorum að raða niður borgunum okkar. Staðgengill hans, Guðrún hans Jóa, ætlaði að setja borgina hans við höfn nokkuð utarlega á spilinu en því var mótmælt stranglega af öllum spilamönnum NEMA UNDIRRITUÐUM! Þarna vann Vigfús spilið og ég kom ekki nálægt því. Núna tel ég mig vera búinn að hreinsa mig frá þessum dylgjum og get gengið með hreint orðspor í næsta spil. Óli Helgi.