Monday, March 26, 2007

 

Laugardagur til lukku

Hvernig er laugardagurinn drengir?

Eru menn í stuði fyrir spil á mínum heimavelli þá?

Svarið í comment?

Dómarinn

Comments:
Við skulum segja að ég mæti ef það verði spilað. Ég hef hingað til ekki misst af neinu spili...þori það bara ekki, er hræddur um að þið komist að því hvað það er ljúft að spila án mín :(
 
Óli da Gama mætir, var hann Vasco ekki annars vaskur sæfari ?
Eftir þrautlausar æfingabúðir í online Catan mæti ég grimmur til leiks. Bot-arnir er búnir að kenna mér alls konar trix sem að ég kem til með að beita á ykkur. Mæti með Mikkeller IPA, Norrebro páska bock ásamt öðrum, held að þetta sé sigurblandan.
 
Jú, ég er til. Og hlakka til. :-)
 
Úff Óli þú mætir greinilega þungvopnaður....hmmm þarf að leggja höfuð vel ofan í blautt til að koma með eitthvað enn öflugara. Hmmm
 
Ég er ON, með með eitthvað sull í poka :)

Leiter

Joi
 
Vona bara að Abbi komi ekki, hann truflar einbeitinguna hjá mér!
 
Uss, það er þrýstingur. Ég er í sumarbústað fram á laugardag. Ég ætti að vera kominn fyrir kveldið og þá mæti ég, en ef ekki þá verð ég bara konungur í útlegð. Sá sem vinnur verður þá bara að titla sig sem einhverskonar hershöfðingja sem fer fyrir leppstjórn á konungsríki mínu.
Hvað varðar bjórburðinn þá verða það væntanlega einhverjar leifar úr sumarbústaðarferðinni. Kannski Bud Light og Pilsner Thy, hver veit?
 
Það staðfestist hér með að konungurinn mætir ekki. Við erum víst í þessum blessaða bústað fram á sunnudag. Kannski maður taki fjögurra manna Catan í bústaðnum og komi heim með tvo konungstitla.
 
Ôss thad eru stór ord frá King Abbi! Svo thorir madurinn ekki ad mæta og verja titilinn :) En jamms svona er thad bara. Annars var ég ad spá hvort menn séu med hugmyndir ad nafni á Rúnarskoti ther sem spilad verdur á laugardag?

Dómarahornid er komid..eitthvad annad?

Café HugRúnar?
Saurbær?
Uppsveitir?
Heima hjá Rúnari?

HEHE

Kvedja

Freysinn
 
Öss engin stemning hérna :( Þið hafið greinilega allt of gaman að ykkar námi.
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?