Sunday, March 2, 2008

 

Saga af manni með stór plön!


Hann stendur álútur á miðjum akrinum, vindurinn blæs í gegnum hár hans sem og akurinn sem gefur frá sér lágan þægilegan nið. Það er sól og heitt í veðri en hann stendur þarna óvarinn og hugsar. Hugsar stíft, hvernig verð ég ríkur og hvernig öðlast ég frama? Hann lítur upp, svitinn lekur niður ennið yfir fagur mótað andlit hans, hann horfir yfir land sitt, þar er ekkert að sjá nema órækt, svæði sem tilvalið væri að nýta betur. Gæti þetta verið lykillinn? Ræktun...er það málið? Hvað er best að rækta, hvað selst, hvað þrífst? Það er vandasamt að vita, kaffi er erfitt að eiga við en er hins vegar vinsælt um allan heim, kaffi er gull. Tóbakið er einnig dýrt og mun einfaldara í meðhöndlun en tóbak er óþverri en ætti honum ekki bara að vera sama, það er hann sem þarf að lifa og dafna? Maís, sykur og indigo er líka möguleiki en hvað með hveiti? Nei líklega ekki. Freysalingur sest niður á þúfu, hann er þungt hugsi, hann fiktar við flösku sem hann hefur meðferðis, flösku sem hann verslaði sér fyrir síðustu dublonurnar sínar, hann strýkur yfir merkimiðann...það mótar fyrir stöfunum North Bridge Extreeme. Flaskan er sveitt og þakin móðu. Hvað á hann að gera hann hefur aðeins eitt tækifæri enn. Freysi opnar flöskuna ummm, notalegur humallinn stígur upp úr flöskunni og gælir við sál hans, hann róast ögn við þetta. Svo er allt í einu eins og ljós hafi kviknað í dimmum huga Freysa, þarna var það auðvitað. Freysi stendur upp og horfir yfir tilvonandi plantekrur sínar. Hann fær sér sopa af bjórnum og tárast af gleði, gleði yfir því að vera kominn með áform en ekki síður yfir því hve óskaplega góður þessi undarlegi bjór frá Nørrebro Bryghus er. Já þetta verður gaman, en hvað er þetta? Yfir hæðina í fjarska má sjá skip nálgast eyjuna, Freysi bregður fyrir sér sjónaukanum....aðkomumenn, hvítir! SAMKEPPNI!!! Afhverju einmitt núna? Freysi lokar flöskunni og stekkur af stað, hann verður að hafa hraðann á, hann verður að vera fyrstur til þess að lifa af. Hann á aðeins 3 duplonur, enga vinnumenn og enga framleiðslu, hvað skal til bragðs taka? Hvenær verða mennirnir komnir og hvað verða þeir margir? Enginn veit en Freysi telur líklegt að baráttan hefjist um miðbik vikunnar. Það verður blóðugt!

Comments:
Logbók kafteinsins

"Ferðin er búinn að vera erfið. Hún hefur kostað nokkur mannslíf. Hásetarnir eru orðnir þreyttir og óþolinmóðir. Öllum hlakkar til að sjá nýja heiminn, stefnan er löggð á eyjuna Puerto Rico. Ef veðrið verður áfram gott, ættum við að vera kominn á miðvikudaginn, nokkrum timum áður en nýr dagur hefst. Vitum ekki alveg nákvæmlega hvar á eyjunni við munum enda, en það kemur í ljós þegar nær dregur."

Kapteinn Kriss
 
Hún er fjarska falleg, eyjan sem rís við sjóndeildarhringinn. Kapteinninn er með stór plön, svo stór að ekki nokkur sála má frétta af þeim, ellegar verður sá hinn sami tekinn af lífi. En planið er nokkurn veginn á þessa leið, mæta í næsta Puerto Rico spil með stóra flösku af unaðslegum "North Bridge Extreeeme" mjöð, hella honum í fallegt Norrebro glas, verða fullur og tapa. Nú vitið þið planið, nú neyðist ég til að drepa ykkur!
 
Vid félagarnir munum deyja saman í brjálædislegu ölædi eftir North Bridge Extreeme thamb! Thad verdur ljúfur dauddagi!
 
Eru menn gengnir af göflunum þið límsniffandi krakkagemlingar!!!
Ég náði ekki spurningunni hjá Freysa né svarinu hjá ykkur hinum. Ég giska að þið séuð að spá í að spila og drekka öl en hvenær náði ég aungvan veginn. Skrifið áætlaðan stað og stund þegar það rennur af ykkur og ég kem og tek ykkur í limbóið á þessari blessuðu strönd ykkar.
 
Ok þá lítur út fyrir að við séum 4 þarna á miðvikud og væntanlega heima hja mér þar sem ég er einn í koti með börnin næstu daga. Það er þó eitt sæti laust ef Rúnar álpast til að svara eða Atli. Vigfús er í sömu stöðu og ég og kemst ekki fet heheh.

Kl 20.50 er fínn mætingartími
 
þetta hljómar allt ákaflega glæsilega. Ég veit að Atli kemur ekki, Eva og Magnús koma til Árhus á morgun.

krissi
 
Loksins kom spil sem afsannar þá furðulegu mýtu að ég sé eitthvað góður í spilum. :-)

Þetta eru bara hugarórar í ykkur, piltar. :-)
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?