Saturday, February 23, 2008

 

Reynsluboltinn og nýliðinn


Í gærkvöldi var aldeilis tekin gott rennsli á nýja Puerto Rico spilinu. Mættir voru Vigfús, Atli, Freysi, Rúnar og undirritaður. Staðsetning, 142, sem núna heitir Atlavík. Atli hafði reyndar ekki spilað spilið fyrr þannig að við fórum rólega en örugglega af stað. Augum allra var beint að Illa og menn voru ansi varir um sig til að byrja með. Vigfús var duglegur að upplýsa Atla um helstu brellurnar í leiknum á meðan mótspilararnir ræddu um allt á milli himins og jarðar, Þorberg, NBA, tímgun, rafgeyma, Nörrebro brugghúsið og fleira. Þegar að leið á spilið tókst Vigfúsi að koma sér í þægilega stöðu, Atli var ennþá blautur á bakvið eyrun, undirritaður gerði stórmistök og hundsaði kornið alveg frá upphafi og Rúnar og Freysi reyndu hvað þeir gátu að halda í við Vigfús. En allt kom fyrir ekki, þegar uppi var staðið tókst undirrituðum að gera upp á bak, Atli lenti í næstneðsta, Vigfús vann afgerandi sigur með 50+ stig, Rúnar náði held ég öðru sætinu og Freysi því þriðja. En merkilegt nokk, klukkan var ekki orðin 04:55 og við vorum ekki búnir að drekka frá okkur öll vit þ.a. við töldum að það væri vel við hæfi að taka annað spil. Við endurnýjuðum bjórbirgðirnar, undirritaður tókst að klára allra síðustu jólabjórana þetta kvöldið og Rúnar náði í "kassann". Þá hófst nýtt spil, allir endurnærðir og undirritaður náði að skola það mesta af skítnum af bakinu áður en hann settist aftur niður við spilaborðið. Í þessu spili náði Rúnar góðum hreðjartökum á mótspilurunum, undirritaður var einnig í fínum málum og það sama má segja um Vigfús. Freysinn var ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni að þessu sinni en Atli náði að spila vel úr því sem hann hafði og nældi sér í tvær stórar byggingar þrátt fyrir að mótspilarar hans vildu meina að það væri ekki ráðlagt. En það reyndist vera happadrjúgt hjá kallinum því að hann gerði sér lítið fyrir og hirti sinn fyrsta sigur með 52 stigum! Undirritaður var ansi nálægt honum með 51 stig, en varð að sætta sig við annað sætið. Rúnar tók held ég 3. sætið, næstur Vigfús en Freysi endaði í síðasta sæti að þessu sinni.
Þetta var prýðileg skemmtun og Puerto Rico spilið kemur mjög sterkt inn. Nú þurfum við bara að koma Abba og Krissa inn í spilið, þeir koma ábyggilega sterkir inn.
Varðandi ölið sem að kallarnir renndu niður þá mætti Freysi með GB saison páskabjór, undirritaður tók einn Youngs Pudding Ale og smá jóla Tuborg, Atli drakk grænt og Vigfús var með...Royal? Kassinn hans Rúnars inniheldur sífellt færri rauða og brúna Royal.
Ég þakka þeim sem lásu.
Óli Helgi.

Comments:
Jább það var gaman í gær, þ.e.a.s að hitta ykkur strákar heheh spilið....það er svona aukaatriði ;). Hringja eftirfarandi samlíkingar einhverjum bjöllum?
Að berjast við vindmillur!
Að pissa upp í vindinn!
AÐ gera upp á bak aftur og aftur (og greinilega kunna vel við það).
Að taka sleikjó af smábarni (candy from a baby).
Að taka þátt í F1 keppni á þríhjóli!
Að reyna koma fíl í gegnum skráargat
Að spila við Vigfús eitthvað spil...hvað sem er!

Já svona mætti lengi telja...maður fær bara nóg að hamast eins og fiskifluga á rúðunni.

Kannski ættum við að spila í tveim flokkum, 1. og 2. deild? Verst að Vigfús er sá eini í 1. deild....hmmm eða er það svo slæmt? ;)

Jæja bless í bili!
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?