Monday, February 25, 2008

 

Línuleg bestun par exellance


Vildi bara koma því á framfæri að í síðasta Puerto Rico spili, sem fór fram í Freysalundi, þá náði Ólafur hinn góði þeim árangri að hala inn 60 vinningsstigum. 38 stig hafði hann á hendi, 14 í borði og nældi sér í 8 aukastig í lokin. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema út af því að hann er einmitt nýbyrjaður í spennandi kúrs sem kallast "Línuleg bestun" á okkar ylhýra og ægifagra. Þar lærir hann hvernig maður getur hámarkað hagnað, eða lágmarkað kostnað með því að setja fram nokkrar ójöfnur. Í þessum kúrs er simplex reikniritið kynnt en það er hægt að nota til að "besta" ýmiskonar verkefni. Eitt af þessum verkefnum gæti verið að hámarka fjölda vinningsstiga með því að taka tillit til hversu mikið af peningum maður á, úrval bygginga á hverjum tíma, magn hráefnis sem maður hefur, framleiðslugeta o.s.frv. En hann er hinsvegar svo takmarkaður að hann gæti ómögulega notað þessa litlu vitneskju sem hann hefur til að beita henni í spilinu...eða hvað?
Ólafur vill koma því á framfæri að hann hyggst leggja skóna á hilluna, hætta á toppnum og getur því aldrei spilað Puerto Rico aftur.
Óli "sextíu" Helgi.

Comments:
Uss Óli, vei ykkur á föstudaginn...Rústa ykkur thá!
Kv

Freysi
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?