Wednesday, February 27, 2008

 

Baráttan heldur áfram..óvænt úrslit!

27. febrúar 2008. það er dimmt vetrarkvöld að dönskum stíl og vindurinn hamast úti fyrir. Við gamalt tréborð í skjóli frá veðrum og vindum sitja 4 menn og gera sig klára í ævintýralegt kvöld, þeir ætla að ferðast í huganum yfir höfin blá suður til Puerto Rico. Það er tími verslanna og viðskipta og ekki síst kænsku, hér gildir það að duga eða einfaldlega drepast. Sviðið er klárt, menn komnir með eina plantekru hver, mannlausa og ekkert eftir en að ráðast í þetta. Það ríkir gríðarleg spenna í mönnum þegar fyrsti maður, Krissi hinn hvíti lætur til skarar skríða. Glampinn frá kertaljósinu dansar í augum hans, hann er með áform, hann ætlar að sigra. Hjartað í Freysanum hamast, hann er einnig með plan, hann verður, hann ætlar, hann skal koma sér upp kaffiplantekru af suðuramerískum stíl, þéna smá pening og fjárfesta svo í kaffibrennslu. Já draumórakennd plön um að skapa eitthvað sérstakt, eitthvað einstakt, kaffiblöndu sem slær öllu öðru út. Freysi æltar að verða ríkur og vinsæll um allan hnöttinn. Áform keppinauta eru ekki jafn skýr en eitt er víst, allir ætla að sigra keppinauta sína. Krissi hefur leikinn með djörfu útspili sem skekur jörðina og um stund setur menn hljóða. Hvað hefur hann í hyggju? Næstur var það Freysinn sem velur hyggilega að sitja hjá...hann er að safna sér fyrir kaffibrennslunni. Rúnar og Vígafús sitja þöglir, það er ekkert hægt að lesa úr einbeittum andlitum þeirra, hvur eru þeirra áform? Það líður á spilið, menn skiptast á að vera ríkisstjórar á þessari fögru og dásamlegu eyju. Menn eru nokkuð góðir að koma sér upp auðævum og Freysinn fjárfestir í sinni fyrstu kaffibrennslu og skömmu síðar velur einhver landnema hlutverkið og kaffiplantekran verður að veruleika. Kaffiævintýrið er hafið. Freysi lítur stoltur yfir land sitt en verður það á að líta yfir skóginn til Vígafúsa sem situr líka með glænýja kaffibrennslu og ekru og það sem meira er, karlinn er með sykur-, korn-, og langt kominn með litarefnisframleiðslu að auki. Freysinn lítur þá yfir á hægri hönd og sér þar Krissa hinn hvíta. Erfitt er að átta sig á hvað sá maður er að gera en eitt er víst, þeldökkir landnemar hrúgast inn á skikann hans eins það sé enginn morgundagur. Já Krissi er með “hachienta” sem gerir honum kleift að planta þeldökkum landnema á plantekrur sínar að vild og skipa þeim að vinna....nú er það svart. Freysinn þorir varla en verður, hann lítur yfir hæðirnar beint fram þar sem Rúnar ræpa hefur sitt aðsetur, hvað lumar hann á. Í fyrstu er ekkert þar að sjá, reykur byrgir mönnum sín en svo allt í einu út úr móðunni má greina tóbaks akra svo langt sem augað eygði og ekki nóg með það heldur hafði Rúnar líka reist miklar og ljótar tóbaksverksmiðjur mitt í þessari annars fallegu paradís. Já Rúnar hafði valið hyggilega, hann var einráður í þessum geira, enginn hafði vogað sér út í tóbakið, enginn hafði haft samvisku í að stórgræða á jafn heilsuspillandi máta. Það lá við að maður skammaðist sín fyrir að vera manneskja.

Já svona gekk þetta , veldi Rúnars ræpu óx og óx og verslunarskip lágu eins og brú til meginlandsins drekkhlaðin eitrinu hans. Vígafúsi sat svo sem ekki auðum höndum á meðan, sá hafði rænu á því að pumpa út kaffi í gríð og erg og um leið senda vígamenn til að skemma uppskeru annarra. Oftast var það Freysinn sem lenti fyrir barðinu á þessum ósangjarna leik Vigfúsar...skamm Vigfús þú ert illur. Vigfús átti því stóran hluta í förmum verslunarskipa. En já Freysinn fékk samt stig, reisti, skrifstofu og svo höfn og nældi sér í stig með útflutningi korns, litarefnis og svo kaffi endrum og eins...en gæðakaffi samt sem áður. Eftir um tæpar tvær klst í þessum upphugsaða veruleika var öllu lokið, Freysinn valdi Major og kláraði þannig þrælalagerinn áður en Vígafús gæti komið þúsundum tunna af kaffi, korni, litarefni og sykri í skip. Leiknum var lokið, veruleikinn tók við. Hvernig fór svo já eftir spennandi talningu og ærandi þögn í um 5 mín voru úrslitin ráðin.

Krissi náði sér í 38 stig eða svo, Freysinn 43, Rúnar 46 og hvar haldiði svo að Vígafús hafi lent? Nei rangt, hann lenti í þriðja sæti með 40 stig. Já fínt spil, heldur stutt en það sem best er, strategían hans Freysa gekk upp

Comments:
Skemmtilegur pistill. Verst að ég gat ekki verið með í þetta sinn, en gott að þið náðuð í 4ja manna spil. Gaman að heyra að strategían hans Freysa, að lenda í öðru sæti, skyldi ganga upp ;) En það virðist vera ansi happadrjúgt að vera með einokun á hráefni, ekki spurning.
 
Hehehe strategían mín virkadi en kannski ekki alveg komin nægileg reynsla á hana til ad sigra men hana. Thad er verid ad fínpússa hana fyrir næsta spil. En frá botnsætinu (4. og 5. sæti) sídustu spilum og upp í annad sæti (med adeins 3 stiga mun) er nú bara ansi fínn árangur!
 
Þetta var of auðvelt, fannst samt ljúfast þegar Vígafúsi ætlaði að níðast á mér en lenti sjálfur í kúknum
 
Það var nu greinnilegt að mínir menn voru ekki tilbúnir fyrir nýja heiminn. Lentum í vandræðum með plássleysi handa þrælunum, slæmur mórall og svona. En við mætum tvíefldir til leiks næst... vonandi verður það sem fyrst ;)
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?