Wednesday, August 15, 2007

 

Endalokin

Jæja já. Það hlaut að koma að því. Hr. Jóhann Guðjónsson spilaði sitt síðasta Catan spil á Stavnsvej í gærkvöldi. Mótherjar hans voru Óli, Krissi, Abbi og Illi.
Vigfús fékk að leggja niður síðastur og lagði að sjálfsögðu upp með gríðarlega strategíu sem samanstóð af ógurlegu magni af byggi og bygghöfn. Aðrir lögðu nokkuð handahófskennt niður, en Jói plantaði sér inní skóg. Í byrjun spilsins náði Illi góðu forskoti á okkur hina, það kom svo sem ekki á óvart, en mótherjar hans voru vel með á nótunum og reyndu hvað eftir annað að loka á reitina hans og "djöflast á honum". Þegar að Vigfús var kominn með 15 stig og spilaði út gullgerðarmanninum þá héldu nú allir að þetta væri nú búið. En Abbi sá við honum og henti út sínum eigin gullgerðarmanni og kom í veg fyrir að Illi myndi klára spilið. Nokkru seinna hirti Krissi vegakerfið af honum og vesalings Vigfús var kominn í 13 stig. Hefst þá sigurganga Jóhanns. Hann nældi sér í timburhöfn og mokaði út timbrinu, fletti eins og óður maður, notaði borgaruppbyggingu tvisvar í sama kastinu, og var kominn í sæmilega stöðu. Því næst slógust þessir tveir kappar um stigin, kaupahéðinn flaug fram og til baka, ógurlegt magn riddara var byggt bara til þess eins að næla sér í fleiri stig. Undir lokin átti Illi bara eftir helling af reitum með 3 og 11, einstaka með 4 og 5, einn með 8 sem var nánast alltaf lokaður og átti því litla möguleika til að fá hráefni. Jói gekk á lagið, hirti alla gullbogana og kláraði spilið með glæsilbrag.
Já, svona endaði saga Jóa Guð í Catan á Stavnsvej. Í lokin miðlaði hann reynslu sinni með hinum grænjöxlunum, gaf okkur tips og góð ráð.
Mikið magn af góðu öli var drukkið um kvöldið en Jói drakk hinsvegar bara Bacardi Breezer, með ferskjubragði. Neeee, varla.
Óli: Carls og Wintercoat IPA
Abbi: Carls, London Porter, Duvel
Krissi: Tuborg, Royal Hvede, man ekki alveg restina
Vigfús: Carls, Guinness
Jóhann: Carls, St. Feuillien Trippel(75 cl), Leffe Brune(75 cl), Erdinger Champ, Hoegarden, Chattemellien (eða eitthvað í þá áttina, hollenskur, helv. fínn)
Jói var duglegur að skola niður ölinu, og Abbi stóð sig líka vel. Undir lok spilsins þegar að hann var kominn með fullt glas af Duvel ákvað hann að hella restinni í glasið (eins og maður gerir vanalega með bjór) en þá umpólaðist Djöfullinn gjörsamlega og belgíska gæðaölið flæddi um allt. Jóhann rauk upp og greip glasið og færði það í burtu, hinir sátu alveg gáttaðir og skildu ekki hvernig þetta gat gerst. En það er skemmtilegt að akkúrat þetta skyldi henda akkúrat hann Abba, og ennþá skemmtilegra að húsráðandinn í Varðturninum sé með plastdúk yfir borðinu ;)
Ég þakka þeim sem hlýddu, eða lásu.

Comments:
Sælir meistarar,

Stórglæsilegur pistill hjá Ólanum. Held svei mér þá að drengurinn sé á rangri hillu. Hann ætti heldur að feta í fótspor Laxness og næla sér í eitt stykki bómenntaverðlaun eða svo.

Takk fyrir gríðarlega spennandi spil sem aldrei þessu vant endaði með sanngjörnum úrslitum.

Over and out
Jói Guð
 
Djöfullinn sjálfur...fariði nú að hætta að spila þetta helvíti að mér fjarstöddum :(
 
En þið eruð samt kjánar, hvenær ætlið þið að læra þetta? Það þarf að passa Illa EN ALLS EKKI Gleyma Jóanum ;) Þannig vinnur Jói. Ég hef alltaf passað að atast í þeim báðum en hvað gerist þá? Þá vinnur Abbinn þ.e.a.s ef hann er ekki búinn að sulla einhverjum óþvera yfir sig og nærstadda
 
Já, þetta er allt rétt Freysi minn. Þú mælir lög. En fyrst að þetta var síðasta spilið hans Jóa þá gátum við ekki níðst á honum. Við vorum líka búnir að ákveða það fyrirfram að Vigfús myndi taka forystuna þannig að sigurinn yrði ennþá sætari fyrir Jóa. Ég, Abbi og Krissi vorum bara áhorfendur þetta kvöldið, en það var alls ekki slæmt, þetta var mikill slagur. Verst að við vorum búnir að skipuleggja þetta allt áður en að við byrjuðum. Hérna er t.a.m. smá brot úr handritinu:
Abbi: Ja, hérna! Ætlar Vigfús að vinna enn einu sinni?
Óli: Ég trúi þessu ekki, hann vinnur ALLTAF! Nú verðum við að níðast á honum.
Vigfús: *glott*
Krissi: Er það þá satt sem Freysi segir? Er ómögulegt að vinna Vigfús?
-Óli, Abbi og Krissi líta á Jóa, hugsandi á svip-
Abbi: Það hlýtur að vera einhver sem getur sigrað hann, einhver ótrúlega góður!
Vigfús: Tja, ekki eru það nú Freysi eða Rúnar.
-Allir hlæja hástöfum-
-Um þetta leyti er egóið og metnaðurinn hjá Jóa komin í hámark, markmiðinu náð-
...
-Núna hellir Abbi restinni af Duvelnum sínum í glasið, froða og belgískur eðalmjöður flæðir yfir plastdúkinn (lesist borðið).-

Ég veit ekki af hverju þetta síðasta er í handritinu, fannst það bara viðeigandi.
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?