.
Jabbs, síðasta Catan spil með stofnendum Catanklúbbs Kidda er búið. Við Rúnar förum til Íslands núna á miðvikudaginn og Jói verður alfarinn þegar við komum aftur. Spilið í gær var með hefðbundnu sniði og lauk með sigri Abbans og Carlsberg. Jámm, mér gekk svo sem ekki vel og í raun má segja að um sögulega slæmt gengi hafi verið að ræða því aldrei í fyrr held ég hefur nokkur maður fengið eins sjaldan og lítið af hráefnum. Þetta var því afar leiðinlegt spil og sér í lagi í ljósi þess að það verður aldrei endurtekið með sama hóp manna. En ég vil bara þakka Jóa Guð fyrir framúrskarandi gott gengi og skemmtilega spilamennsku það sem af er ári. Jói er góður karl og veit nákvæmlega hvernig á að vinna þetta spil. 3 sigrar á árinu og allir með belgískan eðalbjór við hönd. Þetta verður að teljast gott gengi (amk betra en hjá sumum fíflunum hehehe ). Ég vil svo bara enda þetta með því að segja bless bless Jói minn og bakkus veri með þér já og alveg í lokin "flottar buxur Jói!"