Já næstkomandi föstudag hefur sjálfur Freysalingurinn boðað til spils og með því heima í SigFreylandi. Boðaðir hafa verið nokkrir sérvaldir Kiddalingar og vonast Freysinn til að allir þeir geti mætt. Hér má endilega melda sig inn eða út svo hægt sé að ákvarða hvort úr verði. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í spilið en þar sem konur flestra verða á Gogga tónleikum þennan dag þá komast ekki allir. Með þessu móti eigum við Rúnar nú kannski smá séns þar sem enginn verður Jóinn að skemma fyrir og hinn stóri Illi er einnig fastur heima hjá sér. Abbinn er líka fastur í koti sínu þannig að menn þurfa ekki að koma með svuntur með sér...öllu óhætt.
En svona án gríns þá eru allir velkomnir, við ættum að vera komnir 5 ef allir mæta sem frjálsir eru þannig að það er enn pláss fyrir amk einn af ykkur hinum sem ekkert ráða við konur sínar.
Mæting svona kl 20:30 og menn koma með vinningsblönduna og óhollustu með ef menn vilja. Hér verður svo vonandi eitthvað smálegt að tína upp í sig eins og hefð er (þó er hér ekki verið að keppa við menn eins og Abba í veitingum...fjarri því).
P.S. Ef ég verð svo áfram svona anskoti hund djöfulsins lasinn og núna þá gæti farið svo að þetta falli niður.