Tuesday, May 15, 2007

 

Catan fyrir útvalda næsta föstudag


Já næstkomandi föstudag hefur sjálfur Freysalingurinn boðað til spils og með því heima í SigFreylandi. Boðaðir hafa verið nokkrir sérvaldir Kiddalingar og vonast Freysinn til að allir þeir geti mætt. Hér má endilega melda sig inn eða út svo hægt sé að ákvarða hvort úr verði. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í spilið en þar sem konur flestra verða á Gogga tónleikum þennan dag þá komast ekki allir. Með þessu móti eigum við Rúnar nú kannski smá séns þar sem enginn verður Jóinn að skemma fyrir og hinn stóri Illi er einnig fastur heima hjá sér. Abbinn er líka fastur í koti sínu þannig að menn þurfa ekki að koma með svuntur með sér...öllu óhætt.

En svona án gríns þá eru allir velkomnir, við ættum að vera komnir 5 ef allir mæta sem frjálsir eru þannig að það er enn pláss fyrir amk einn af ykkur hinum sem ekkert ráða við konur sínar.

Mæting svona kl 20:30 og menn koma með vinningsblönduna og óhollustu með ef menn vilja. Hér verður svo vonandi eitthvað smálegt að tína upp í sig eins og hefð er (þó er hér ekki verið að keppa við menn eins og Abba í veitingum...fjarri því).

P.S. Ef ég verð svo áfram svona anskoti hund djöfulsins lasinn og núna þá gæti farið svo að þetta falli niður.

Comments:
Ég mæti, ekki spurning. Kem með skemmtilega danska blöndu af pilsner og IPA. Hún hefur reynst sigursæl en hún hefur líka brugðist mér, sjáum til hvað gerist.
 
Ég er ekki viss um að ég þori í Eika aftur eftir sigurinn síðast. Maðurinn er óður og svífst einskis.
 
Fariði bara í rass og rófu. Vill Freysi ekki bara velja dag þar sem hann kemst einn!!!
Nú eða kannski spilað við Söru Ósk og Mána, svo þau geti unnið hann líka. Þá hættir hann kannski að gera grín að spilahæfileikum þeirra.
Ég ætla að vona að Freysi helli óvart niður uppáhaldsbjórnum sínum og finni svo hvað það særir þegar það er gert grín að manni. Hvernig haldið þið að þetta fari með sálartetrið þegar búið að er að plasta eldhúsborðið áður en maður kemur í heimsókn. Auðvitað hellir maður niður þegar maður er orðinn svo taugaveiklaður að maður getur varla haldið á bjórglasi.
Þetta er ykkar sök og sérstaklega Freysa sem er farinn að skrifa fréttir opinberlega um þetta.
 
This comment has been removed by a blog administrator.
 
Hehe, hvaða komment var fjarlægt. Spennandi. Varð Freysi svona sár eða hvað gerðist?
 
Æ ég var svona pínu efins með þessi skrif mín, ég var að spá í hvort ég hafi ekki verið of harður þar sem Svanvsvej hefur að geyma svo margar viðkvæmar sálir. Ég bjóst nú við að einhverjir myndu brynna músum yfir þessu og þá helst Vigfús hin illi. Ég átti nú ekki von á því að Abbi bjórsullur væri í svona mikilli snertingu við konuna í sjálfum sér ;) En svona til að særa engan þá var ég nú búinn að ákveða að gera eitthvað þessa helgi og var þá búinn að gleyma þessum tónleikum. Ég varð því ansi leiður þegar Sigrún benti mér á að hún væri að fara á Gogga á föstudaginn. Ég gafst þó ekki upp og prófaði að kanna hvort nægur mannskapur fengist í svona spil og viti menn það ætlar að ganga upp bara :) Laugardagurinn hefði nú gengið líka ef ég hefði ekki verið að fara viðra frúna það kvöld.

En þetta lítur bara vel út, loksins einhver smuga fyrir okkur Rúnar að vinna þetta...það vantar alla reynsluboltana og bónusinn er að ég þarf ekki að hafa annað augað á bjór Abbans ;)
 
Hehe, þetta er mjög gott. Ég er ánægður með að Abbi sé farinn að opna sig, hér er nóg af sálfræðingum sem geta hjálpað honum með þennan kvilla. Ég fór aðeins að skoða hverjir mæta á föstudaginn og rak augun í það að ég og Eiki erum þeir einu úr hópnum sem hafa unnið spilið síðan að talning hófst. Vissulega hafa Rúnar og Freysi unnið sigra á lýðnetinu en það er nú ekki merkilegt. Þessi elíta sem að ég átti von á að mæta hjá Freysa eru bara kóngarnir tveir, ég og Eiki, en hinir skrapa botninn í ruslatunnu Catan samfélagsins! *hræk* *tuff* En ég mun engu að síður mæta bara rétt til að sýna þessum undirmálslýð hvernig á að spila Catan.
 
HEHEHE það kom inn komment frá Vigfúsi..ég ákvað að fjarlægja það...það þótti bara of gróft og hann talaði líka of nálægt sannleikanum. Sannleikinn særir eins og menn vita
 
ussss það munar ekkert um það, menn bara strax orðnir sigurvissir:)
En eins og Saruman sagði" a new power is rising"
Óli...sofðu með annað augað opið;)

Kv. Krissi
 
Hrheheh svona menn þarf bara að drekkja í fæðingu áður en þeir verða of stórir. En annars langar mig bara að benda á að það er enn sá möguleiki fyrir hendi að kjellinn verði frá vegna veikinda á morgun. Er enn frekar tussulegur og ómögulegur. Sé til hvurnig ég verð á morgun.
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?