Friday, May 18, 2007

 

Catan aflýst í kvöld!

Já ég þori bara ekki að halda þetta í kvöld, Abbi og félagar hafa verið að senda mér hótunarbréf og annað. Það er svo líka ekkert gaman að því að spila þegar enginn er Abbinn að abbast. En svona án gríns þá er ég bara of lasburða fyrir þetta í kvöld. Ég verð að vera í 80% standi svo ég eigi séns en eins og er þá er ég að lufsast í svona 30-40%. Sorry gæs :( þetta er súrt.

Ég er svo til í að halda svipað kvöld næstkomandi föstudag eða laugardag ef áhugi er fyrir því. Þá verða bara sætin boðin út hérna á síðunni og fyrstu 5 sem melda sig verða svo lukkulegir að komast til SigFreylands

Comments:
Já, þetta er ekkert mál. Ég skil vel að þú viljir hætta við þetta því að hótanirnar frá Abba og hinum hafa verið ansi harðar. Mér líst hinsvegar mjög vel á spil næstu helgi og langar mjög að komast í hið fallega SigFreyland.
 
Ég hef alltaf sagt að Freysi er drengur góður og nú er hann meira að segja farinn að taka tillit til annarra. Ég verð klár næstu helgi, á ég von á, þ.e.a.s. ef rellan tollir á lofti yfir Atlandshafið.

Þá getum við Jói aflétt álögunum sem við lögðum á Freysann sem valdið hafa veikindum hans en eins og allir vita er Voodoo 103 og 203 kennt í öllum helstu viðskiptaskólum. (Mjög kúl dúkka sem við bjuggum til af Freysa en hún samanstóð af Barbiedúkku og höfuð af Baldursbrá)
 
Æ en sætt, baldursbrá er svo fallegt blóm :)
 
Sælir meistarar,

Ég skrái mig hér með í Catanspil næstkomandi helgi.

Sigurkveðjur
Jóhann Guðjónsson
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?