
Hinn knái sæfari og verndari 5 manna krúnunnar, Ólafur Helgi, hóaði í spil á asobrain í kvöld til að komast hjá því að vinna verkefni. Jói Guð mætti galvaskur, Rúnar beilaði og Freysi meldaði sig veikan. Í fyrsta spilinu tók Jói forystuna og var ansi líklegur til afreka. Óskar mætti síðan og horfði á og hvatti keppendur til dáða. En allt kom fyrir ekki, Ólafur hafði sigur á endanum með því að hirða götubyggingarspil af Jóa, ná með því lengsta vegakerfinu og byggði einn kofa og var þar með kominn í 15 stigin. Þetta líkaði Jóhanni eigi. Hann heimtaði rematch og það fékk hann svo sannarlega. Til að gera langa sögu stutta þá endaði undirritaður spilið með því að gjörsigra Jóa Guð 15-4 og síðustu orðin hans voru "OOOOJJJJJJ", eða 4 sinnum O og 6 sinnum J.
Annars er mikil eftirvænting eftir föstudeginum, en Freysi hefur boðið útvöldum spilurum, sérstakri elítu, til að spila Catan og drekka guðaveigar í fallegu umhverfi og einstökum félagsskap.
Ég bið ykkur vel að lifa, Ólafur Helgi.