Monday, May 14, 2007

 

Aso og eftirvænting


Hinn knái sæfari og verndari 5 manna krúnunnar, Ólafur Helgi, hóaði í spil á asobrain í kvöld til að komast hjá því að vinna verkefni. Jói Guð mætti galvaskur, Rúnar beilaði og Freysi meldaði sig veikan. Í fyrsta spilinu tók Jói forystuna og var ansi líklegur til afreka. Óskar mætti síðan og horfði á og hvatti keppendur til dáða. En allt kom fyrir ekki, Ólafur hafði sigur á endanum með því að hirða götubyggingarspil af Jóa, ná með því lengsta vegakerfinu og byggði einn kofa og var þar með kominn í 15 stigin. Þetta líkaði Jóhanni eigi. Hann heimtaði rematch og það fékk hann svo sannarlega. Til að gera langa sögu stutta þá endaði undirritaður spilið með því að gjörsigra Jóa Guð 15-4 og síðustu orðin hans voru "OOOOJJJJJJ", eða 4 sinnum O og 6 sinnum J.
Annars er mikil eftirvænting eftir föstudeginum, en Freysi hefur boðið útvöldum spilurum, sérstakri elítu, til að spila Catan og drekka guðaveigar í fallegu umhverfi og einstökum félagsskap.
Ég bið ykkur vel að lifa, Ólafur Helgi.

Comments:
Hahahaha magnað alveg! Óli farinn að bíta dálítið frá sér :) Jói hmmmm hvað klikkaði eiginlega....4 stig. Ég hef Óla nú samt pínu grunaðan um græsku, tölvugúrú eins og hann nú er og með konu sér við hlið sem er rammgöldrótt á sviði myndameðhöndlunar. Verst að þið voruð ekki 3 human að spila Óli, þá hefðir þú fengið stig í stigatöfluna
 
Tjah, hér er maðkur í mysunni...

Ég til mig skyldugan til að leiðrétta hér eilítin misskilning varðandi úrslit síðasta tölvuspilsleik.

Það er nokkuð ljóst að Óli hin síkáti er búinn að grípa til tölvutækninar einsog honum er einum lagið og fótósjoppa úrslitin, það sést greinilega að það vantar 1 þarna fyrir framan fjarkan hjá mér.

Annar eins gríðarlega spennandi leikur hefur ekki sést í sögu Catanspils og lauk leik með sigri mannsins í Varðturninum með minnsta mögulega mun.

Ég hlakka til að taka dans með honum aftur enda er drengurinn fimur með eindæmum.

Minn tími mun koma.

Over and out

Jói
 
Hmmmmm, nú er ég í vafa. Ég trúi varla uppá Óla hinn prúða að um svik sé að ræða hér. Jói ég trúi ekki að þú sért að klína þessu á Óla. HEhehehe taktu þessu bara eins og maður og bættu um betur næst :)
 
Post a Comment



<< Home

Eldra efni

March 2007   April 2007   May 2007   June 2007   July 2007   August 2007   September 2007   November 2007   January 2008   February 2008   March 2008   April 2008   November 2008   January 2009   March 2009  








This page is powered by Blogger. Isn't yours?