Það gerist reglulega hjá mér að allt frís þegar ég er að spila á Aso. Ég er búinn að prófa að spila í Firefox og IE7 og er búinn að sækja nýjasta JAVA draslið...en samt frýs allt reglulega. Var svona að velta því fyrir mér af hverju þetta gerist.
Þetta hefur aldrei gerst þegar enginn bot er til staðar...gætur verið að botarnir hafa einhver áhrif?
Ég vildi nú bara athuga hvernig þetta er hjá ykkur hinum, hvað segið þið strákar um þetta?